Kom-andi

Brynja Baldursdóttir, Einar Jónsson

"Kom-andi" er hluti sýningarraðarinnar Tími, tilvist & tileinkun: Hamskipti í Listasafni Einars Jónssonar 2023. Sýningaröðin er liður í að opna safnið fyrir sjónrænu samtali um tilurð og tilgang á 100 ára afmæli þess. Starfandi listamönnum er boðið að sýna innan um verk Einars og takast á við krefjandi rými safnsins.

"Erum við að koma eða fara? Hvaðan komum við og hvert förum við? Verkin eru viðleitni mín til að skyggnast inn í djúpstætt órjúfanlegt samspil komu og brottfarar, eilífa hringrás umbreytinga og andartaksins þar á milli. Einstakar hreyfingar okkar hið innra og ytra eru samofnar hreyfingum annarra sem hluti af stærri kosmískum dansi. Frá þessum sjónarhóli getur fólk skynjað sig sjálft sem samtímis eilíft „komandi“ og „farandi“ í straumhvörfum núvitundar í átt að stað sem enn er óljós. Þetta hárfína ástand felur í sér umskipti frá möguleikum yfir í raunveruleika, frá hinu óhlutbundna til hins hlutbundna. Ferlið á sér stað á ýmsum stigum frá fæðingu lifandi lífveru til fæðingar hugtaks í mannshuganum. Við verðum til og skiljum eftir okkur ummerki í lífi og minningum annarra. Frá því sjónarhorni óskýrast línurnar á milli þess að koma og fara, og afhjúpa flókinn vef ævarandi umbreytinga." Brynja Baldursdóttir, Siglufjörður, 2024

Brynja Baldursdóttir (f. 1964) myndlistamaður og hönnuður, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1986. Hún stundaði mastersnám við Royal College of Art í Lundúnum 1987-1989 og Ph.D. nám við sama skóla 1989- 1993. Brynja hefur sýnt víða hér heima og erlendis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir sín störf. Hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 1993 fyrir bóklist. Brynja var Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023.

Listamenn: Brynja Baldursdóttir, Einar Jónsson

Dagsetning:

02.02.2024 – 25.08.2024

Staðsetning:

Listasafn Einars Jónssonar

Hallgrímstorgi 3, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Sep – maí. Opið daglega: 12 – 17

Jún – ágú. Opið daglega: 10– 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur