ListaVestrið

Eiríkur Stephensen, Gabríela Friðriksdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir

ListaVestrið

Í galleríinu Undir brúnni, sem er staðsett undir aflagðri brú á Sólbakka rétt utan Flateyrar, opnar myndlistarkonan Ragnheiður Gestsdóttir nýtt verk. Þá verður frumflutt nýtt tónverk eftir Eirík Stephensen og Rún Árnadóttur þegar opnuð verður hljóðinnsetningin Jökull í Tankinum á Sólbakka. Sá viðburður er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Í gömlu Slökkvistöðinni á Brimnesvegi opnar svo myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir innsetninguna Ströndinni.

Undanfarin ár hafa Galleríið Undir Brúnni, Tankurinn og Gamla Slökkvistöðin staðið fyrir árlegum menningarviðburðum sem laðað hafa til sín fjölda fólks og vakið verðskuldaða athygli. Þetta árið hefur verið ákveðið að sameina viðburði sumarsins undir einn hatt undir nafninu ListaVestrið. Markmið hátíðarinnar er að bjóða uppá metnaðarfulla menningarviðburði, fá okkar fremstu listamenn til að taka þátt og efla menningarlíf á Vestfjörðum.

Fleiri listamenn taka þátt í ListaVestrinu („off venue“) í ár, ma. Jean Larson í Krummakoti (Ránargötu 10), Hrafnkell Sigurðsson í Tankinum, Helga Guðrún á Bryggjukaffi og Bjarni Massi á Vagninum en þar verður um kvöldið einnig haldið Ógleymaball. Sýningarnar eru opnar daglega milli kl 12 - 18 frá  12.-20 júlí en gallerýið Undir brúnni er opið allan sólarhringinn næsta árið. 

Listamenn: Eiríkur Stephensen, Gabríela Friðriksdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir

Dagsetning:

12.07.2025 – 20.07.2025

Staðsetning:

ListaVestrið

Undir brúnni, Tankurinn & Gamla slökkvistöðin, 425 Flateyri, Iceland

Merki:

VesturlandSýning

Opnunartímar:

Sýningarnar eru opnar daglega milli kl 12 - 18 frá  12.-20 júlí en galleríið Undir brúnni er opið allan sólarhringinn næsta árið. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5