Litli eistinn sem gat (part I)
Mirjam Maekalle
![Mirjam Maekalle Edinborgarhusid](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fmyndlistarmidstod.payload.is%2Fmedia%2Fmirjam-maekalle-edinborgarhusid-2000x3191.jpg&w=2048&q=80)
Á sýningunni Litli eistinn sem gat (Part I) vinnur Mirjam Maekalle með ljósmyndir frá æsku sinni í Eistlandi áður en hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands. Lands sem var ekki hluti af tilveru hennar fyrr en árið 2002. Í gegnum myndirnar er fjallað um einstakling í mótun og sambönd hennar við sýna nánustu. Hugað er að sjálfsmynd og breytingum persónuleika þess sem skiptir um umhverfi.
Mirjam Maekalle er myndlistarmaður fædd í Eistlandi og uppalin á Ísafirði en býr í dag í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2023, einnig hefur hún lokið BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands en þá menntun nýtir hún sér vel í myndlistinni þar sem umfjöllunarefnið gjarnan mannlegt ástand.
Listamaður: Mirjam Maekalle