Óður til lita

Sveinn Björnsson

Hafnarborg - Sveinn Bjornsson - 2025

Sveinn Björnsson (1925-1997) var afkastamikill myndlistarmaður sem var lengst af búsettur í Hafnarfirði. Sveinn hefði orðið 100 ára í ár og því efnir Hafnaborg til sýningar á verkum hans í Sverrissal safnsins. Sveinn vann einkum með málverk en gerði einnig teikningar, klippimyndir og keramikverk. Skipta má ferli hans í þrjú tímabil: fyrst komu myndir af sjósókn, svo fantasíur en síðustu æviárin gekkst hann litnum á hönd og málaði eingöngu abstrakt olíumálverk en verkin á sýningunni eru öll frá þessu síðasta tímabili.

Hér birtist samspil tærra og sterka lita í þróttmiklum strokum, þar sem litir blandast hver öðrum og mynda nýja tóna. Litirnir standa stundum næstum þrívíðir á striganum, stundum svífa þeir sem hulur sem minna á ljós gegnum litað gler. Sveinn hafði sterka tengingu við náttúruna og vinnustofan í Krýsuvík varð honum helgistaður, þar sem litir lands og himins urðu að uppsprettu og innblæstri. „Ég elska liti, sterka liti. Ég er þannig maður, vil lifa sterkt í öllu sem ég geri,“ sagði hann stuttu fyrir andlát sitt.

Sveinn Björnsson var með vinnustofu á heimili sínu við Köldukinn en vann einnig mikið í húsi sínu í Krýsuvík, samhliða störfum í lögreglunni. Sveinn var menntaður í Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn og verk hans hafa verið sýnd í helstu sýningarsölum hér heima, í Danmörku og víðar. Þá eru mörg verka hans í opinberri eigu, þar á meðal stórt mósaíkverk í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Listamaður: Sveinn Björnsson

Sýningarstjóri: Sigrún Hrólfsdóttir

Dagsetning:

29.05.2025 – 24.08.2025

Staðsetning:

Hafnarborg

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur12:00 - 17:00
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur12:00 - 17:00
Sunnudagur12:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5