Römm er sú taug

Þorbjörg Halldórsdóttir

Þorbjörg Halldórsdóttir fæddist 21. janúar 1875 í Strandarhjáleigu í Vestur – Landeyjum í Rangárvallasýslu og kenndi sig alltaf við þann stað. Hún var lengst af vinnukona og vann almenn bústörf, en um sjötugt þegar bústörf voru að baki tók hún að sauma út myndir. Mynstrin skapaði hún sjálf og með breytilegum útsaumssporum og litum öðluðust myndverkin dýpt og mismunandi áferðir. 

Útsaumsverk Þorbjargar eru fjölmörg og má telja að þau hafi verið nýmæli í listsköpun á Íslandi. Strandarhjáleiga var algengasta myndefnið en hún gerði ekki færri en sex verk sem sýna húsakynni hennar kæra æskuheimilis. Elsta þekkta verk Þorbjargar er mynd af Ölfusárbrúnni sem var reist 1945 en verkið er talið saumað 1946. Síðasta verk hennar er frá 1975, þegar hún var 100 ára, en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Þorbjörg lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. apríl 1979, 104 ára gömul.

Listamaður: Þorbjörg Halldórsdóttir

Sýningarstjóri: Þórgunnur Þórsdóttir

Dagsetning:

11.05.2025 – 21.09.2025

Staðsetning:

Safnasafnið

Svalbarðseyri, 606 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

10. maí - 21. sep. Opið daglega: 10 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5