Skapað úr safnkosti!
Samsýning / Group Exhibition

Sónata í 7 dúr, glær, hvít, blá, brún og svört með gullnum og silfruðum blæbrigðum. Sýningin fjallar um ólíka hugmyndafræði, aðferðir og tækni en verkin laðast samt hvert að öðru. Hún vísar til opnunar safnsins 1998 en þá var í fyrsta skipti í sögu íslenskrar myndlistar teflt saman nútímamyndlist, alþýðulist, fjöldaframleiddri vöru, náttúrugripum, ljósmyndum og handverki. Með þessu óvænta bragði varð til andrúmsloft hugkvæmni, léttleika og spennu með tengingum á milli sala og hæða. Sýningin er innsetning með 135 verkum eftir 33 konur, 36 karla og óþekkta listamenn.
Anna Hallin, Anna Líndal, Arnar Herbertsson, Árni Ingólfsson, Ásgeir Jón Emilsson, Birgir Andrésson, Birta Guðjónsdóttir, Bjarki Bragason, Bjarni H. Þórarinsson, Halldóra Kristinsdóttir, Jenný Karlsdóttir, Bjarni Vilhjálmsson, Chris Hipkiss, Daníel Þorkell Magnússon, Davíð Brynjólfsson, Douwe Jan Bakker, Einar Baldursson, Eirún Sigurðardóttir, Eygló Harðardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Guðbjörg Ringsted, Guðjón Ketilsson, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar S. Magnússon, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, , Hannes Lárusson, Harpa Björnsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Helgi Valdimarsson, Henrik Flagstad, Hildigunnur Birgisdóttir, Hjörtur Guðmundsson, Hreinn Friðfinnsson, Hugo Zubler, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ívar Valgarðsson, , Joris Rademaker, Jón Laxdal, Kees Visser, Kelly Parr, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Kristín Reynisdóttir, Magnús Kjartansson, Magnús Pálsson, Margrét Jónsdóttir, Margrét M. Norðdahl, María Jacobsen, María Sjöfn Dupius Davíðsdóttir, Níels Hafstein, Olga Bergmann, Ólafur Lárusson, Ragnar Kjartansson eldri, Ragnheiður Þóra Ragnarsdóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí, Sara Riel, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurlín Sigurgeirsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir, Stefán Fjólan Júlíusson, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn, Valborg Salóme Ingólfsdóttir, Valdimar Bjarnfreðsson, Valdimar Kristján Guðmundsson, Þorsteinn Úlfar Björnsson, Þórdís Alda Sigurðardóttir og ókunnir höfundar / Unknown artists
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition
Sýningarstjóri: Níels Hafstein