Tálsýn
Halldór Sturluson

Verkin takast á við speglun í nútímasamfélagi, kröfur þess, aukna einstaklingshyggju og ýmis gylliboð.
Þau eru fjölbreytt um efni og aðferðir. Það eru olíumálverk, segla- og speglaverk, auk verka sem eru gerð til þess að fanga áhorfandann með fyrirfram forrituðum hreyfingum.
Halldór Sturluson (f. 1982) hefur starfað sem myndlistarmaður ásamt því að kenna og starfa við leikmuna- og leikmyndagerð frá útskrift sinni úr Nuevo Academia Di Belle Arte í Mílanó árið 2007.
Tálsýn er önnur einkasýning Halldórs Sturlusonar í Gallery Port. Sú fyrsta var árið 2023, sýningin Yfirborð, sem vakti athygli fyrir áhrifamiklar litastúdíur úr pappír.
Sýningin er opin miðvikudaga til föstudags milli 12-17 og laugardaga milli 12-16. Eining eftir samkomulagi.
Listamaður: Halldór Sturluson