Valdatafl - Erró, skrásetjari samtímans

Erró

Listasafn Reykjavíkur Valdatafl

Á sýningunni Valdatafli - Erró, skrásetjari samtímans, má sjá með hvaða hætti listamaðurinn Erró (f. 1932) hefur alla tíð skrásett róstur eigin samtíma. Hann dregur valdhafa, harðstjóra og stríðsherra inn í myndheim sinn þar sem þeir mæta skrumskælingu, háði og skopstælingu.

Í verkum sínum lítur Erró sögu heimsins gagnrýnum augum. Með því að blanda saman ólíkum og mótsagnakenndum myndbrotum leysir hann upp hefðbundna frásögn, snýr út úr orðræðu málafylgjumanna og grefur undan samfélagi sjónarspilsins. Upphafnar áróðursmyndir eru lagðar að jöfnu við niðrandi klisjur og öllu stigveldi snúið á haus. Sá heimur sem verk Errós endurspegla er eldfim blanda af ringulreið og mótsögnum, óhófi og ofbeldi.

Listamaður: Erró

Sýningarstjóri: Danielle Kvaran

Dagsetning:

13.01.2024 – 12.05.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið alla daga: 10:00 – 17:00

Fimmtudagar opið til kl. 22:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur