Verk úr hendi
Elín Elísabet

Formóður minni féll ekki verk úr hendi
skildi saumnálina alltaf eftir þrædda
til hálfs ofan í næsta spor
mínar nálar eru tilbúnar í ótal sporum
Elín Elísabet Einarsdóttir er myndlistarmaður og teiknari sem fæst þessa dagana helst við olíumálverk utandyra. Verkin á þessari sýningu eru annars vegar máluð á Syðra Lóni á Langanesi og hins vegar í Kollsvík í Rauðasandshreppi á Vestfjörðum. Elín er ættuð frá báðum stöðunum en amma hennar var Herdís Guðmundsdóttir frá Syðra-Lóni, dóttir Herborgar Friðriksdóttur og Guðmundar.
Listamaður: Elín Elísabet