VIÐ ERUM HÉR

Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Sirra Sigrún Gallerí Undirgöng

Sýning Sirru Sigrúnar VIÐ ERUM HÉR samanstendur af röð nýrra verka sem meðal annars vísa í staðsetningar, kosmísk fyrirbæri og samskipti á milli þjóðríkja.

í verkinu Sambönd milli tveggja ríkja til dæmis vinnur Sirra með graf sem sýnir breytilegt ástand átaka eða friðar á milli landa eða þjóða frá aldamótum 1900 til ársins 2023. Samböndin eru flokkuð í fimm flokka: Alvarleg átök, átök, neikvæður friður, hlýlegur friður og öryggissamband

Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og í þeim felast vangaveltur um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Verk hennar framkalla oft stöðu okkar sem einstaklinga, vægi okkar og smæð þar sem hið smáa er sett í samhengi við það stærra og merking er yfirfærð frá einu fyrirbæri yfir á annað svo úr verður ný skynjun.

Sirra Sigrún Sigurðardóttir lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og MA í Art Practice frá School of Visual Arts í New York árið 2013. Sirra hefur meðal annars haldið einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Hafnarborg og Kling & Bang og tekið þátt í samsýningum og verkefnum víða um heim, þar á meðal í Chinese European Art Center í Xiamen í Kína, Amos Andersons Konstmuseum í Helsinki í Finnlandi og í Tate Modern og Frieze Projects í London á Englandi. Sirra er einn stofnenda Kling & Bang í Reykjavík. Hún var tilnefnd til Myndlistarverðlaunanna árið 2020 og hefur hlotið styrki og viðurkenningar úr listasjóðum Dungal, Leifs Eiríkssonar, Svavars Guðnasonar, Guðmundu Andrésdóttur og Guðmunduverðlaunin árið 2015. Sirra er dósent og fagstjóri við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Listamaður: Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Dagsetning:

09.05.2024 – 15.07.2024

Staðsetning:

Gallerí undirgöng

Hverfisgata 76, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Alltaf opið

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur