Where I End, We Begin

Mala Iqbal, Angela Dufresne

Where I End, We Begin

Gallerí Undirgöng kynnir með stolti sýningu á verkum bandarísku listakvennanna Mölu Iqbal og Angelu Dufresne Innsetningin er unnin sérstaklega með galleríið og sérstöðu þess í huga og samanstendur af glænýjum samstarfsmálverkum þeirra beggja.

Sýningin er sú þriðja í röðinni þar sem Mala og Angela rannsaka málverkið sem sameiginlegt höfundarverk en þær hafa áður sýnt samstarf sitt í SUNY Purchase (2021) og Louisiana State University, Baton Rouge (2023) í Bandaríkjunum.

Angela Dufresne og Mala Iqbal eiga báðar langan sjálfstæðan listferil að baki en hafa upp á síðkastið í auknum mæli sóst eftir samstarfi hvor við aðra og við aðra listamenn. Verkin á sýningunni sækja innblástur í teikningar sem verða til í sameiginlegum, stundum ærslafullum teiknilotum með ýmsum ólíkum listamönnum sem þær þekkja. Úr þessu samtali spretta málverk sem spanna allt frá því að vera fjörug til þess að vera drungaleg, blíðleg til þess að vera groddaleg og súrrealísk.

Listamenn: Mala Iqbal, Angela Dufresne

Dagsetning:

10.08.2025 – 21.09.2025

Staðsetning:

Gallerí undirgöng

Hverfisgata 76, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Alltaf opið

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5