Viðurkenning á útgefnu efni: Deiglumór

Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir fengu viðurkenningu fyrir útgáfu bókarinnar Deiglumór: Keramik úr íslenskum leir 1930–1970.

Deiglumór Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram:

„Í i er fjallar ítarlega um starfsemi nokkurra leirmunaverkstæða á tímabilinu 1930 til 1970 þegar mikil gróska var í gerð muna úr íslenskum leir. Í bókinni er ágrip af sögu leirrannsókna og leirnýtingar á Íslandi fram á þennan dag sem jafnframt er áminning um mikilvægi þess að halda utan um þekkingu sem verður til með tilraunastarfsemi sem gerð er í listrænum tilgangi. Bókina prýðir fjöldi svarthvítra ljósmynda frá leirmunaverkstæðunum sem gefa fyllri mynd af starfseminni auk litljósmynda af völdum munum. Niðurstaðan er heildstætt rit um sögu leirmunagerðar á Íslandi á árunum 1930 til 1970 þegar unnið var mikið þróunarstarf með nýtingu á íslenskum leir og gerðar tilraunir með form og mynstur sem hafa listrænt gildi og eru hluti af íslenskri listasögu.“

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur