Viðurkenning á útgefnu efni: Ritröð Listasafns Reykjavíkur

Listasafns Reykjavíkur fékk viðurkenningu fyrir útgáfu sem fylgir yfirlitssýningum á Kjarvalsstöðum á verkum myndlistarmanna á miðjum ferli.

Viðurkenning á útgefnu efni 2021: Ritröð Listasafns Reykjavíkur

Þegar hafa verið haldnar fjórar yfirlitssýningar í þessari sýningaröð og hefur hverri sýningu fylgt bók sem jafnframt er sýningarskár. Metnaður er lagður í útgáfuna, sem er bæði á íslensku og ensku. Í hverri bók er að finna myndir af verkum listamannsins ásamt vönduðum greinum fræðafólks og listamannsins sjálfs – sem dýpkar skilning á höfundaverki listamannsins.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur