Ásmundarsalur

Ásmundarsalur

Ásmundarsalur var byggður árið 1933 af einum af okkar ástsælustu myndhöggvurum, Ásmundi Sveinssyni sem vinnustofa og heimili hans og fyrri konu sinnar, Gunnfríðar Jónsdóttur. Í áranna rás hefur húsið þjónað sem vinnustofur listamanna, sýningarrými og listaskóli svo dæmi séu tekin. Ásmundarsalur hefur ennfremur spilað stórt hlutverk í lista- og menningarsögu Íslands sem þungamiðja fyrir nýja strauma og stefnur.

Ásmundarsalur hefur verið endurgerður að öllu leyti og hvarvetna leitast við að upprunalegt útlit og funkis arkitektúr hússins njóti sín.

Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur í miðbæ Reykjavíkur sem sinnir listinni í öllum sínum fjölbreytileika með áherslu á samspil ólíkra listforma.

Staðsetning:

Freyjugata 41, 101 Reykjavík

Vefsíða:

Merki:

VerkefnarýmiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur08:30 - 17:00
Þriðjudagur08:30 - 17:00
Miðvikudagur08:30 - 17:00
Fimmtudagur08:30 - 17:00
Föstudagur08:30 - 17:00
Laugardagur09:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur