Gallerí Skilti

Gallerí skilti

Gallerí Skilti er sýningarvettvangur í samstarfi við innlenda og erlenda listamenn. Tvær sýningar eru haldnar ár hvert og opna þær á lengsta degi ársins og stysta degi ársins.

Gallerí skilti er eins og nafn gallerísins gefur til kynna skilti utan á húsinu að Dugguvogi 43, 104 Reykjavík, (á horni Dugguvogs og Kænuvogs). Hægt er að sjá sýningarnar frá götunni og því er ekki um eiginlegan opnunartíma að ræða.

Gallerí Skilti er rekið og sýningarstýrt af Birgi Snæbirni Birgissyni og Sigrúnu Sigvaldadóttur. 

Staðsetning:

Dugguvogur 43, 104 Reykjavík

Vefsíða:

Merki:

List í almenningsrými

Opnunartímar:

Alltaf opið

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur