Gangurinn

Gallerí Gangurinn er heimagalleri sem rekið hefur verið í fjörutíu ár á heimili listamannsins Helga Þorgils Friðjónssonar. Gangurinn hefur alla tíð verið rekinn á heimili Helga, en starfsemin hófst með sýningu á verki Hreins Friðfinnssonar For the Time Being snemma árs 1980 að Laufásvegi 79. Frá Laufásveginum flutti Gangurinn í Mávahlíð 24, síðan á Freyjugötu 32, þaðan á Rekagranda 8, og er nú í Brautarholti 8 en árin 2017–2018 hafði Gangurinn einnig útibú á Kárastíg 9 á Hofsósi á meðan Helgi bjó þar ásamt fjölskyldu sinni um eins árs skeið.

Meginmarkmið Helga með stofnun sýningarrýmisins á heimili sínu var að kynna myndlist erlendra samtímalistamanna hér á landi, en þegar galleríið var stofnað var kynning erlendrar samtímalistar hérlendis mjög fátíð. Þess má geta að Helgi hafði áður komið að stofnun og rekstri nokkurra sýningarrýma og má þar nefna Gallerí Output sem hann stofnaði ásamt Þór Vigfússyni árið 1975, Gallerí Suðurgötu 7, Gallery Lóu í Haarlem í Hollandi og Gallerí Vísi í dagblaðinu Vísi, sem öll voru stofnuð árið 1976, sem og Nýlistasafnið árið 1978.

Staðsetning:

Brautarholt 8, 105 Reykjavík

Vefsíða:

Merki:

VerkefnarýmiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Opið eftir samkomulagi. Sjá vefsíðu.

Fimmtudagurinn langi opið 17:00 – 19:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur