Y Gallerí

Y gallerí

Y gallery er staðsett á Olís bensínstöðinni í Hamraborg sem er staðsett í bílastæðakjallara Hamraborgar 12. Húsið var eitt af fyrstu húsunum sem risu í nýjum miðbæ Kópavogs á áttunda áratuginum og er hannað af Benjamíni Magnússyni. Húsið er hugsað á sama hátt og “cité” franskra arkitekta eftirstríðsáranna sem áttu að innihalda allt sem nútíma maðurinn þyrfti á að halda, með tvö hundruð íbúðum, verslunarhúsnæði og sameiginlegum garði (Geislagarðurinn er vísun í geislagarð Le Corbusier á þaki La Cité Radieuse í Marseille), auk bensínstöðvar í kjallara hússins.

Y leggur áherslu á að sýna þrívíð verk og innsetningar þar sem rýmið býður helst upp á það með glugga á öllum hliðum rýmisins og einungis einn vegg fyrir rýminu miðju. Auk þess að halda sýningar í sýningarrýminu sér Y um að skipuleggja sýningar í almenningsrými.

Staðsetning:

Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Vefsíða:

Merki:

Gallerí

Opnunartímar:

Opið laugardaga milli 14:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur