Aldarminning
Thor Vilhjálmsson

Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson teiknaði án afláts hvar sem hann var staddur og má segja að afraksturinn sé ein viðamikil rannsókn. Í hluta þeirra tæplega sex þúsund teikninga sem safnið á eftir hann eru dregin upp andlit karlmanna í blek- og blýantsteikningum með breiðum og grönnum strokum til skiptis, dökkum og ljósum formum, fastmótaðri skyggingu eða léttri sveiflu. Þær eru gerðar af miklu öryggi á árunum 1950–1954, og byggja á ríkri persónulegri tilfinningu, reynslu og skilningi hans á eðli og tilvist mannsins.
Listamaður: Thor Vilhjálmsson
Sýningarstjóri: Níels Hafstein