Edda

Sigurður Guðjónsson

Edda - Sigurður Guðjónsson

Í verkinu Edda (2013-2024) sjáum við dáleiðandi hreyfingar segldúka. Hrynjandi, flæði og endurtekning framkalla skynræna upplifun í verkinu, þar sem leikið er með skala og órætt samhengi. Í Gryfjunni í Ásmundarsal fyllir umfangsmikil vörpun heilan vegg í þröngu rýminu, sem staðsetur áhorfandann nálægt myndinni. Djúpt, fjarlægt hljóð framkallar áþreifanlega, næstum líkamlega upplifun af hljóði og mynd.

Sigurður Guðjónsson (f. 1975) er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós. Sigurður Guðjónsson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2022. Hann hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2018 fyrir sýninguna Innljós. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum, meðal annars í Listasafni Íslands (IS), Listasafni Reykjavíkur (IS) , Scandinavia House, (US), Frankfurter Kunstverein, (DE), Arario Gallery, (CN), Liverpool Biennial, (UK) og Hamburger Bahnhof, (DE). Hann vinnur oft náið með tónskáldum, þar sem samstarfið leiðir af sér flókin verk þar sem hinir sjónrænu þættir renna heillandi saman við tónlistina í einni rytmískri og tónrænni heild.

Listamaður: Sigurður Guðjónsson

Dagsetning:

20.01.2024 – 03.03.2024

Staðsetning:

Ásmundarsalur

Freyjugata 41, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur08:00 - 17:00
Þriðjudagur08:00 - 17:00
Miðvikudagur08:00 - 17:00
Fimmtudagur08:00 - 17:00
Föstudagur08:00 - 17:00
Laugardagur09:00 - 17:00
Sunnudagur09:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur