Ég mála fjallið með sjálfum mér
Zekarias Musele Thompson

Málverkin á sýningunni mynda bútasaumslandslag samsett úr augnablikum og örmyndum sem byggja á minningum listamannsins og dafnandi sambandi við stað.
Gjörningadagskrá verður kynnt á opnunardaginn, en Zekarias hefur boðið nokkrum vel völdum listamönnum upp í dúetta sem fluttir verða á sýningartímabilinu.
𝘌́𝘨 𝘮𝘢́𝘭𝘢 𝘧𝘫𝘢𝘭𝘭𝘪ð 𝘮𝘦ð 𝘴𝘫𝘢́𝘭𝘧𝘶𝘮 𝘮𝘦́𝘳
𝘌́𝘨 𝘮𝘢́𝘭𝘢 𝘮𝘪𝘨 𝘪́ 𝘧𝘫𝘢𝘭𝘭𝘪ð
𝘌́𝘨 𝘮𝘢́𝘭𝘢 𝘧𝘫𝘢𝘭𝘭𝘪ð 𝘶́𝘳 𝘩𝘶𝘨𝘢𝘯𝘶𝘮
- 𝘎𝘦𝘰𝘳𝘨 𝘎𝘶ð𝘯𝘪
Zekarias Musele Thompson (f.1983, hán) er listamaður með aðsetur í Oakland, Kaliforníu og í Reykjavík, sem vinnur gjarnan með hljóðsamsetningu, markamyndun, ljósmyndun, samvinnuhópa og gjörninga, sem og ritlist. Verkefni háns snúast um hugmyndafræðilegar og tilfinningalegar skipulagsgerðir mannkynsins og hvernig við færum þær yfir í efnislega mynd.
Zekarias hefur haldið einkasýningar og unnið verkefni fyrir Museum of the African Diaspora, Berkeley Art Museum and Pacific Film Archive, The Lab, Gray Area, Santa Cruz Museum of Art and History, og Center for New Music and Audio Technologies.
Zekarias er meðstofnandi Working Name Studios, listamannarekins félags sem hefur það markmið að byggja upp stofnanalegt öryggi og jafnrétti fyrir jaðarsetta listamenn, listgreinar, hugmyndir og fólk. Hán tók þátt í Emerging Artist Program hjá MoAD árið 2024 og lauk nýverið MFA-prófi frá myndlistardeild UC Berkeley.
Listamaður: Zekarias Musele Thompson