Femina

Solveig Thoroddsen

Solveig Thoroddsen

Kvenleg orka yfirtekur nú Litla Gallerý með allri sinni gefandi umhyggju og næringu.Innsetningin er samsett úr verkum sem Solveig hefur unnið sl. ár og til dagsins í dag.

Solveig útskrifaðist með mastergráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur verið virk í faginu allar götur síðan. Hún vinnur þvert á miðla og sækir í þá efnisbrunna sem henta og fanga hugann hverju sinni. Helstu viðfangsefni hennar tengjast umhverfis- og samfélagsmálum og eru gjarna með feminískum tilvísunum.Kvenverurnar sem prýða sýninguna eru af ýmsum toga; þekktar þjóðsagnapersónur, brjóstgóðar kynjaverur, ástsjúkar og örvæntingafullar skessur eða gyðjur. Einnig má greina sjálfsmynd eða nk. alter egó listakonunnar.

Samfélagslegar væntingar sem gerðar eru til kvenna felast m.a. í því að vera kynvera en jafnframt geta og ala börn og vera í alla staði nærandi og umhyggjusamar. Táknmyndir konu birtast m.a. bleikum og rauðum lit, brjóstum og blóði í verkunum.

Listamaður: Solveig Thoroddsen

Dagsetning:

21.03.2024 – 24.03.2024

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur