Góðra verka fólk

Halldór Árni Sveinsson

Góðra verka fólk

Myndlistarsýning Halldórs Árna opnar á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí í Litla Gallerý á Strandgötunni. Þetta er 3. sýning hans í þessum litla en vinsæla sýningarými, sem er á milli tveggja húsa sem flestir hafnfirðingar þekkja, en þau hýstu verslanir Magga úrara og skóverslun Geira Jó.Halldór lærði myndlist í MHÍ 1982-6, hefur haldið fjölda sýninga og tekið þátt í samsýningum, en auk þess kenndi hann listmálun í yfir 30 ár, einkum í Námsflokkunum.Þema sýningarinnar kallast á við opnunardaginn 1. maí, og heitir sýningin "Góðra verka fólk". Á sýningunni er einungis ein landslagsmynd, en aðrar myndir hverfast um persónu góðra verka fólks. Ekki endilega verkafólks í þröngasta skilningi, heldur líka fólks sem Halldór Árni hefur kynnst á lífsleiðinni - lífs og liðnum - og hefur auðgað mannlífið í Firðinum með góðri nærveru sinni.

Sýningaropnun verður miðvikudaginn 1.maí 16:00-18:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar: Fös 3. maí 13:00-18:00 Lau 4. maí 12:00-17:00 Sun 5. maí 14:00-17:00 Þri-fim 7-9. maí 15:00-18:00 Fös 10. maí 13::00-18:00 Lau 11. maí. 12:00-17:00 Sun 12. maí. 14:00-17:00

Listamaður: Halldór Árni Sveinsson

Dagsetning:

01.05.2024 – 12.05.2024

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur