Hamraborg Festival

Samsýning / Group Exhibition

Hamraborg

Hamraborg Festival er lífleg grasrótarlistahátíð, vikulangur fögnuður lista og samfélags í hjarta Kópavogs. Í lok ágúst hvert ár kveðjum við sumarið með stútfullri dagskrá af sýningum, gjörningum, vinnusmiðjum og ýmsum viðburðum.

Hamraborg Festival er haldið í fimmta sinn í ár og af því tilefni leggja sýningarstjórar áherslu á grósku, aðhlynningu og ræktun. Þemað endurspeglar langtímamarkmið hátíðarinnar sem er að dýpka sambönd listamanna við samfélagið sem þeir vinna inn í. Hátíðin leitast við að varðveita og viðhalda samtali á milli ólíkrar listiðkunar, samfélags, umhverfis og arkitektúrs - innan bæjarumhverfis Hamraborgar. Annað markmið þessa árs að höfða til ólíkra áhorfenda og leitast er við að listamennirnir sem taka þátt eru með ólíkan bakgrunn og vinna í fjölbreytta miðla. Listamenn hátíðarinnar koma víðsvegar frá, meðal annars Kópavogi, Kanada, Svíþjóð, Póllandi og Wales. 

Hátíðin stendur yfir dagana 29. ágúst - 5. september 2025 og eru sýningarstaðir fjölmargir auk menningarhúsanna s.s. verslanir, bílakjallarar, kaffihús og almenningsrými Hamraborgar.

Hátíðarhöldin hefjast með litríkri skrúðgöngu þann 29. ágúst klukkan 17:30 frá Salnum í Kópavogi leidd af lúðrasveit og gjörningalistamönnum. Að því loknu geta gestir gengið um allar sýningar hátíðarinnar og má þar nefna Gróðursetning eftir Bergrúnu Önnu Hallsteinsdóttur við Hallavöll, History of Smoke eftir Boaz Yosef Friedman í Polo Vape Shop, dancing on a softknife eftir April Forrest Lin og Primordial Bouillon Cube eftir Lu Fraser í Euromarket og stór samsýning á vegum Y gallery í undirgöngunum. Kvöldinu er síðan lokað með glæsilegu gjörningarkvöldi í Gerðarsafni þar sem Dance Enthusiasts, Óþekkt Trio, Niko Placzek og Styrmir Örn & Atagata flytja verk. 

Sýningar hátíðarinnar standa yfir alla vikuna til 5. september en auk þess verða viðburðir inn í viku, þar á meðal nýtt verk eftir Gunndísi Ýr Finnbogadóttur og Mariönu Tamayo sem heitir Heimsókn á Háveg.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Dagsetning:

29.08.2025 – 05.09.2025

Staðsetning:

Y Gallery

Hamraborg 12, 200 Kópavogur, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Laugardaga 14 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5