Hornafjöldi í hættu

Guðný Rósa Ingimarsdóttir

Hornafjöldi

Guðný Rósa er fædd í Reykjavík, 1969. Hún lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og hélt þá utan til framhaldsnáms í Belgíu. Þar hefur hún verið búsett og starfandi nánast samfellt síðan en jafnframt verið virk í íslensku myndlistarlífi. Verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni. Um leið og efnisval og vinnuaðferðir bera því vott að Guðný Rósa leitar í nærumhverfi sitt eftir efnivið eru umfjöllunarefni hennar margslungin. 

Listamaður: Guðný Rósa Ingimarsdóttir

Dagsetning:

29.06.2024 – 06.08.2024

Staðsetning:

Ásmundarsalur

Freyjugata 41, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur08:00 - 17:00
Þriðjudagur08:00 - 17:00
Miðvikudagur08:00 - 17:00
Fimmtudagur08:00 - 17:00
Föstudagur08:00 - 17:00
Laugardagur09:00 - 17:00
Sunnudagur09:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur