Hugsanlega garður

Agnes Ársælsdóttir

Hugsanlegur Garður Agnes Ársælsdóttor

Veggir garðsins draga hring utan um frumu, afmarka hana eins og undir smásjá. Líffærin eru steingerð og uppstækkuð svo hægt sé að skoða þau betur. Á milli líffæranna liggja rauðar kúlur fullar af fræjum sem gestir mega stinga í vasann og kasta annarsstaðar. Um leið og kúlunni er sleppt er óheimilt að fylgja henni eftir. Hún gæti spírað, orðið til skrauts eða eldis, lifað fjölæru lífi eða sokkið og sameinast jarðveginum.

Á sýningunni Hugsanlega garður verður myndræn framsetning plöntufrumunnar að vettvangi til þess að velta upp hvaða hlutverki plöntur gegna í menningunni og hvaða væntingar við berum til gróðurs í núverandi loftslagi. Boðið verður upp á fræbombur sem fólk er hvatt til að dreifa handahófskennt um borgarlandslagið.

Sýningin opnar á gjörningi 11. maí klukkan 16:00 Fræbombusmiðja fyrir allan aldur verður haldin 8. júní frá 14 -16.

Listamaður: Agnes Ársælsdóttir

Dagsetning:

11.05.2024 – 09.06.2024

Staðsetning:

Höggmyndagarðurinn

Nýlendugata 17a, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur