Kaþarsis

Kristinn Már Pálmason

Kristinn Már Pálmason Kaþarsis

Málverk Kristins Más Pálmasonar eru stór að stærðum og spruðlandi af lífi, nánast á hreyfingu og draga okkur til sín líkt og hvirfilbylur, svo mikið er að gerast á myndfletinum. Okkur birtast þar ýmis rúmfræðileg form, birtingarmyndir ýmiskonar tákna og vísanir í táknfræði fyrri tíma og samtímans, hlutbundin og óhlutbundin teikning, sumsstaðar handskrift og annarsstaðar náttúruleg form. Í málverkum Kristins kemur ljósið innanfrá, líkt og innanúr myndinni og geislar út. Hann notar sprey-tækni, pennateikningu og málningu í bland og skapar þannig óræðan heim hluta, sem líkt og svífa í kring um hvorn annan innan myndflatarins. Heimur verka Kristins er brotakenndur og á sér svæði í yfirtónum vitundarinnar, líku því svæði er draumalífið birtir okkur.

Listamaður: Kristinn Már Pálmason

Dagsetning:

02.03.2024 – 25.08.2024

Staðsetning:

Listasafn Árnesinga

Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland

Merki:

SuðurlandSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Maí – ágú. Opið daglega: 12 – 17

Sep – apr: Opið: Þri – sun: 12 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur