Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld

Group Exhibition / Samsýning

Ragnar Kjartansson

Á sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld  gefur að líta úrval af þeim verkum sem Listasafn Reykjavíkur hefur eignast síðustu tvo áratugi.

Verkin gefa innsýn inn í þá breidd og þær áherslur sem hafa verið að mótast og gerjast í íslensku listalífi frá aldamótum 2000 til dagsins í dag.

Á sýningunni er að finna 24 listaverk úr safneigninni, eitt verk fyrir hvert ár frá 2000 til dagsins í dag. Sjá má verk eftir marga af fremstu samtímalistamönnum þjóðarinnar, viðamiklar innsetningar og umfangsminni verk. Verkin eru sumhver vel þekkt og vinsæl en nokkur hafa sjaldan verið sýnd og gætu komið safngestum á óvart.  

Valinn verður einn listamaður fyrir hvert ár 21. aldarinnar og tekur sýningin  breytingum strax í haust  þegar  kviksjánni verður snúið og nokkur verk víkja fyrir öðrum, allt til þess gert  að sýningin verði fjölbreyttari og gaman verði að sækja safnið heim aftur og aftur. Í ár fagnar Listasafn Reykjavíkur því að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna er áhersla lögð á safneignina og tækifærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar sem þar eru varðveittar. Sýningin er sú þriðja í sýningarröðinni Kviksjá sem er liður í þeirri áherslu en á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld  og fyrr á árinu var í Hafnarhúsinu sýningin Kviksjá erlendrar myndlistar.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni:

Júní - sept. 2023                                                    Ragnheiður Jónsdóttir Rúrí Þorvaldur Þorsteinsson Ólafur Elíasson Jón B.K. Ransú Gabríela Friðriksdóttir Birgir Andrésson Ragnar Kjartansson Gjörningaklúbburinn Hlynur Hallsson Spessi Ólafur Sveinn Gíslason Jóna Hlíf Halldórsdóttir Ásmundur Ásmundsson Erla S. Haraldsdóttir Arna Óttarsdóttir Elín Hansdóttir Einar Falur Ingólfsson Rósa Gísladóttir Margrét H. Blöndal Haraldur Jónsson Kristján Steingrímur Jónsson Eggert Pétursson Þórdís Erla Zoega

Sept-jan. 2024 Gústav Geir Bollason Steingrímur Eyfjörð Shoplifter/Hrafnhildur Arnardóttir Finnur Arnar Arnarson Erling T.V. Klingenberg Libia Castro & Ólafur Ólafsson Birgir Andrésson Ragnar Kjartansson Hildur Bjarnadóttir Olga Bergmann Heimir Björgúlfsson Helgi Þórsson Katrín Sigurðardóttir Guðrún Einarsdóttir Ósk Vilhjálmsdóttir Kristín Gunnlaugsdóttir Hreinn Friðfinnson Hildigunnur Birgisdóttir Finnbogi Pétursson Dodda Maggý Eygló Harðardóttir Ólöf Nordal Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Sara Riel Dýrfinna Benita Basalan

 

Listamaður: Group Exhibition / Samsýning

Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson

Dagsetning:

10.06.2023 – 07.01.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið alla daga: 10:00 – 17:00

Fimmtudagar opið til kl. 22:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur