Laus við form

Anna Gulla Eggertsdóttir , Anna Wallenius

RAIN Anna Wallenius 300dpi.jpg

Á sýningunni bjóða listakonurnar gestum að upplifa verk úr leir, stráum og ull. Verkin eru afrakstur samtala milli listamannanna um spennu, kynslóðaarf, þolmörk og framtíðardrauma. Listakonurnar velta fyrir sér huldum öflum, inngrónum venjum og ímynduðum tálmum. Þannig er hinu ósýnilega gefið form.

Laus við form inniheldur skúlptúra úr vír og rúgstráum sem svífa létt í lofti, leir sem brýst út úr forminu og veggverk sem finna ró í ringulreiðinni. 

Anna Gulla Eggertsdóttir (f.1984) starfar sem þverfaglegur hönnuður og listamaður með aðsetur á Íslandi og í Svíþjóð. Hún útskrifaðist sem keramiklistamaður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2018. Anna Gulla stundaði nám í hattasmíði við Tillskärarakademin í Gautaborg 2009-2011 og varð meistari í hattagerð 2021. Hún er hluti af hönnunartvíeykinu HAGE studio, sem leggur áherslu á nýtingu náttúrulegra hráefna í hattagerð, yfirfatnað og skúlptúra.

Anna Wallenius (f. 1981) er hönnuður og keramiklistamaður. Hún er með sitt eigið keramikstúdíó sem staðsett er í Hvalfirði. Anna útskrifaðist með BA gráðu í hönnun frá Metropolia-háskólanum í Helsinki árið 2016 og sem keramiklistamaður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2018. Núna stundar hún meistaranám í hönnun við Listaháskóla Íslands.

Listamenn: Anna Gulla Eggertsdóttir , Anna Wallenius

Dagsetning:

04.07.2025 – 01.08.2025

Staðsetning:

Listasalur Mosfellsbæjar

Kjarni, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur09:00 - 18:00
Þriðjudagur09:00 - 18:00
Miðvikudagur09:00 - 18:00
Fimmtudagur09:00 - 18:00
Föstudagur09:00 - 18:00
Laugardagur12:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5