Leiðsögn: Af hverju er Ísland svona fátækt? kl. 17:00

Samsýning / Group Exhibition

Leiðsögn sýningarstjóra Nýlistasafnið

Odda Júlía Snorradóttir veitir leiðsögn um sýninguna Af hverju er Ísland svona fátækt?

Sýningin leiðir saman nýtt, samnefnt verk eftir Sæmund Þór Helgason, ásamt verkum úr safneign Nýlistasafnsins.Á sýningunni er fjallað um fátækt sem áhyggjuefni íslensku þjóðarinnar en einnig út frá lifaðri reynslu einstaklinga. Ásamt verki Sæmundar eru til sýnis verk úr safneign Nýlistasafnsins sem hafa verið gaumgæfilega valin út frá þeim svörum sem fengust í viðtölunum. Á sýningunni eru þau skoðuð út frá hugmyndum um auð og misskiptingu hans í samtíma samfélagi. Verkin eru til marks um að málefnið eigi sér djúpar rætur í þjóðarsálinni þrátt fyrir að ímyndarsköpun landsins kunni að gefa annað í skyn.

Spjallið hefst kl. 17 og tungumál viðburðarins mun taka mið af þeim sem mæta (íslenska/enska).

Nýlistasafnið er opið til kl. 21:00 á fimmtudaginn langa.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Odda Júlía Snorradóttir

Dagsetning:

29.02.2024

Staðsetning:

Nýlistasafnið

Marshall House, Grandagarði 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningarstjóraspjallFimmtudagurinn langiHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur