Nýlistasafnið

Living Art Museum

Nýlistasafnið eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, var stofnað árið 1978 af hópi listamanna og er því eitt elsta safn og sýningarrými í Evrópu í umsjón listamanna. Nýlistasafnið hefur verið einn helsti vettvangur fyrir samtímalist á Íslandi og á einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóðlega listamenn frá sjötta áratug síðustu aldar og fram til dagsins í dag.

Sýningarhald Nýlistasafnsins hófst í byrjun níunda áratugarins og hafa margar sýningar markað tímamörk í íslenskri listasögu. Á hverju ári stendur safnið fyrir öflugri sýningardagskrá auk þess að vera vettvangur ýmissa viðburða, safnfræðslu og rannsókna, í náinni samvinnu við listamenn, sýningarstjóra, fræðimenn og almenning.

Í safneign Nýlistasafnsins eru yfir 2.200 verk sem gefin hafa verið af listamönnum, fulltrúum, söfnurum og einstaklingum sem tengjast safninu. Í dag endurspeglar safneign Nýló helstu hreyfingar í samtímalistinni og áhuga safnsins á því að spyrja og svara spurningum líðandi stundar.

Staðsetning:

Marshall House, Grandagarði 20, 101 Reykjavík

Vefsíða:

Merki:

ListamannarekiðHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fimmtudagurinn langi opið til kl. 21:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur