Myndbrot úr Hafnarfirði

Ómar Svavarsson

LG // Litla Gallerý - 2024


Myndlistin hefur alla tíð spilað stórt hlutverk í lífi Ómars.Ungur sótti hann ýmis námskeið og lærði um árabil hjá Bjarna Jónssyni, listmálara.

Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og einnig haldið einkasýningar víðsvegar um landið. Ómar starfar sem grafískur hönnuður og rekur eigið fyrirtæki ásamt konu sinni á því sviði. Utan vinnu sinnir hann myndlistinni af krafti og eru vatnslitir honum kærastir.

Hraðinn og spennan í vatns-litunum, eltingaleikurinn við ljósið, og hið óvænta heillar mig óendanlega, segir Ómar. Innblástur verkanna sækir hann í sitt nánasta umhverfi, meðal annars í atvinnulífið, en þó einkum náttúruna sem hefur ávallt verið hans helsta viðfangsefni

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 12. desember í 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Fös        13. des 15:00-20:00
Lau        14. des 14:00-18:00
Sun       15. des 14:00-18:00
Fös        20. des 16:00 -20:00
Lau        21. des 16:00-18:00
Sun        22. des 15:00-18:00
Mán       23. des 16:00-20:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.


Listamaður: Ómar Svavarsson

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

12.12.2024 – 23.12.2024

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5