Nichinichi-So

Yui Yaegashi

i8

ui Yaegashi málar olíuverk með nákvæmni og vandvirkni að leiðarljósi og notkun hennar á mynstrum getur af sér látlaus og marglaga verk. Í málverkunum leggur hún áherslu á grafískar línur, huldar pensilstrokur, áferð flatarins og skoðar takmörk samhverfunnar. Listakonan nálgast verk sín með kerfisbundnum hætti með því að setja litavali sínu skorður og stærð verkanna mörk. Þrátt fyrir að vera nákvæm þá innihalda verk hennar ófullkomna eiginleika sem ætlaðir eru til þess að undirstrika blæbrigði verkanna og brjóta upp aðhaldið sem birtist í listrænni nálgun Yui. Yui lítur ekki á sýningar sínar sem eitt heildarverk heldur tileinkar hún sér að mála daglega en sá agi myndar rauðan þráð á milli verkanna. Hún málar mörg verk á sama tímabili og myndar þannig sveigjanlegt samband milli þeirra. Listakonan nálgast innsetningar með staðbundnum hætti og skipuleggur sýningarnar þegar hún er stödd inni í rýminu ásamt verkunum. Yui Yaegashi (f. 1985, Chiba, Japan) býr og starfar í Tókýó. Hún kláraði BA í myndlist við Tokyo Zokei Háskólann árið 2009 og MFA gráðu í myndlist og hönnun árið 2011. Verk hennar eru til sýnis á hópsýningu titlaðri „Glass Tableware in Still Life“ í Hiroshima City Museum of Contemporary Art, Japan. Fyrr á árinu hélt Yui einkasýningu í Keijiban í Kanazawa, Japan. Verk hennar hafa einnig verið til sýnis í SCHMALTZ í Guimarães, Vínarborg, Austurríki; Particularities,sýningarstýrð af Christ Sharp í X Museum í Shanghai, Kína; ásamt einkasýningum hjá Misako & Rosen, Tókýó, Japan og Queer Thoughts í New York, BNA. Vorið 2020 var Yui vinnustofudvöl í New York City með stuðningi frá lista- og menningarsviði japanska ríkisins.

Listamaður: Yui Yaegashi

Dagsetning:

16.11.2023 – 23.12.2023

Staðsetning:

i8 Gallerí

Tryggvagata 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – lau: 12:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur