Nýjar myndir - Hugarró

Hjörtur Hjartarson

LG // Litla Gallerý - Hjörtur Hjartarson 2025

Á þessari sýningu eru myndir sem ég hef verið að vinna síðastliðið ár. Þær eru allar málaðar í pappír með vatnslitum og akrílmálningu.

Undanfarin ár hef ég sótt tíma í Yoga Nidra. Þessir tímar eru á föstudögum í Yoga Shala undir handleiðslu Stefáns Atla Thoroddsen. Þetta er liggjandi yoga þar sem kennarinn leiðir hugleiðslu.

Undir lok hugleiðslunnar er yfirleitt farið í ferðalag þar sem kennarinn kallar fram myndir um ákveðinn heim. Oftast er það heimur fegurðar og náttúru.

Með því að fara í þessa tíma hefur það gefið mér að ég næ að kalla fram myndir sem eru lausari við mína eigin skynjun og hugsun um fegurð.

Ég vona að þið njótið myndanna.

Hjörtur Hjartarson (f.1961) stundaði nám meðal annars við MHÍ 1992-1996 og Universidad de Granada 1996-1997. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim og jafnframt tekið þátt í mörgum samsýningum á ferli sínum.

Sérstök sýningaropnun verður sunnudaginn 20. júlí frá 14:30-17:00 og allir hjartanlega velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Þri. - fös 22.- 25. júl 14:00 - 18:00

Lau 26. júl 12:00 - 16:00

Sun 27. júl 14.00 - 17:00

Listamaður: Hjörtur Hjartarson

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

20.07.2025 – 27.07.2025

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5