Óþægileg blæbrigði

Magnús Sigurðarson

Magnus Sigurdarson Kling & Bang Listahatid RVK

Kling & Bang býður upp á tvöfalda sýningu myndlistarfólks af sitt hvorri kynslóðinni en verk beggja eiga sér sterka tengingu við Ameríku. Um er að ræða sýningu Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur, Silfurgjá og sýningu Magnúsar Sigurðarsonar Óþægileg blæbrigði - Gleðisögur af Depurð og Dauða.

Sýning Magnúsar nefnist Óþægileg blæbrigði - Gleðisögur af Depurð og Dauða. „Í framhaldi af ferli sem hófst árið 1997 þegar ég fór fyrst að vafra um víðfemt landslag Bandaríkjanna, stend ég mig að því að verða landinu að bráð. Tilheyri aldrei, en stefni á að verða að steingervðu sjálfi í einhverju jarðlagi framtíðarinnar. Fyrsta ameríska ástin mín var heimsálfan sjálf, heimsálfa sem hefur allt að bjóða en á einhvern angurværan hátt, andstæða allra þeirra brota af því bergi sem ég er. Ég verð aldrei Ameríkani, en ég gæti orðið að Ameríku.“

Magnús nam við Studio Cecil & Graves í Flórens, MHÍ og Rutgers University. Hann býr og starfar í El Dorado, New Mexico.

Listamaður: Magnús Sigurðarson

Dagsetning:

13.06.2024 – 21.07.2024

Staðsetning:

Kling & Bang 

Marshall House, Grandagarður 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningListahátíð í ReykjavíkHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur