Rás: ULTRADOLCENTE Hildur Elísa Jónsdóttir

Hildur Elísa Jónsdóttir

Hildur Elísa

FLYTJENDUR / PERFORMERS:  Egill Fabien Posocco, Erna Ómarsdóttir, Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir, Jón Arnar Einarsson, Rakel Björt Helgadóttir, Rósborg Halldórsdóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Tumi Torfason.

Verið velkomin á flutning á verkinu ULTRADOLENTE eftir Hildi Elísu Jónsdóttir, fimmtudaginn langa, 27. Júní kl. 20:00 í Nýlistasafninu. Athugið: Aðeins þessi eini flutningur. Húsið opnar kl. 19:30. Enginn aðgangseyrir. ULTRADOLENTE er samið í kringum ljóðið Nú erum við torvelt, úr Sonartorreki Egils Skallagrímssonar og er flutt af níu málmblásturshljóðfæraleikurum. Í verkinu eru birtingarmyndir sorgar skoðaðar, einkum innan hugmynda um karlmennsku. Málmblásturshljóðfærin túlka yfirleitt hetjur, dáðir, hefðbundna karlmennsku og epískar frásagnir. Í ULTRADOLENTE eru tónarnir mýktir og hægt er á taktinum. Því rólegri og mildari laglína, því erfiðara fyrir flytjendur að koma tóninum til skila. Hildur Elísa skapar ákveðið kerfi í kringum tónsmíðarnar, hver bókstafur íslenska stafrófsins er paraður saman við nótur úr Des-dúr og nokkur fyrirfram ákveðin formerki. Nótnakerfið var svo yfirfært á öll 25 erindi Sonartorreks og hver bókstafur látinn gilda sem eitt slag en bilið milli orðanna túlkað sem ein þögn. Útkoman er um 80 mínútur af handahófskenndum en reglulegum hljómaklösum sem túlka sorg Egils. ULTRADOLENTE er hluti af sýningunni Rás, sem opnaði nýlega í Nýlistasafninu. Sýningin leiðir saman verk fjögurra listamanna, sem öll eru á einn eða annan hátt unnin í hljóð.

Listamaður: Hildur Elísa Jónsdóttir

Dagsetning:

27.06.2024

Staðsetning:

Nýlistasafnið

Marshall House, Grandagarði 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginViðburðurFimmtudagurinn langiHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fimmtudagurinn langi

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur