RÉTTUR KVENNA

Halldór Árni Sveinsson

LG // Litla Gallerý - Halldór Árni Sveinsson - 2025


Réttur kvenna, er yfirskrift fjórðu sýningar Halldórs Árna í Litla Gallerý á Strandgötu, en þar tekur hann fyrir þetta hugtak í óeiginlegri merkingu.

Myndverkin eru unnin að hluta til með aðstoð gervigreindarforrita, sem eins konar collage-myndir og hefðbundnum Photoshop-aðferðum annars vegar, og svo collage-myndir málaðar með olíu á striga.

Myndirnar eru þannig liður í rannsókn og tilraun til þróunar og aðlögunar á nýrri tækni og verkfærum, sem vissulega eru skiptar skoðanir um hvort heima eigi í myndlist, en eins og alltaf er það hugsun og afstaða listamannsins sem skiptir mestu máli um nálgunina.

Jafnframt er þetta í leiðinni skemmtilegt grúsk í heimildum og sjónarhornum – og léttleiki tilverunnar. Og alls ekki óbærilegur.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 8. maí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur      9. maí  13:00 - 18:00
Laugardagur  10. maí  12:00 - 16:00
Sunnudagur   11. maí  14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Halldór Árni Sveinsson

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

08.05.2025 – 11.05.2025

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðViðburðurSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5