Roni Horn: Mother, Wonder

Roni Horn

Roni Horn, Mother Wonder 14, (2025)

Á sýningunni Roni Horn: Mother, Wonder, sem er sjötta einkasýning Roni í i8, eru ljósmyndaverk sem er nú sýnd í fyrsta skipti. Ljósmyndirnar eru teknar við Landbrotshóla, nálægt Kirkjubæjarklaustri, sem eru einna helst þekktir fyrir bugðótta og mósagróna ásýnd.   

Ljósmyndir af gervigígum svæðisins, sem myndast þegar hraun rennur yfir votlendi, eru paraðar saman til þess að fanga manngervingu landslagsins. Með því að para saman hóla skapar listamaðurinn rými fyrir áhorfandann til að íhuga það sem fyrir augum ber og beinir athygli að sérkennilegum og súrrealískum eiginleikum hólanna. 

Ljósmyndirnar voru fyrst gefnar út í bókaformi árið 2023, hjá Steidl, í nýjustu útgáfu röð listaverkabóka eftir Roni sem bera titilinn To Place og hafa komið út frá árinu 1990. Myndirnar í Mother, Wonder voru teknar á árunum 2010 til 2012. Í dag samanstendur serían To Place af ellefu útgáfum sem allar kanna hvernig samband listamannsins við Ísland heldur áfram að þróast. Roni kom fyrst til Íslands árið 1975 og hefur samband hennar við landið haft augljós áhrif á listsköpun hennar sem og feril.

Roni Horn (f. 1955, BNA) býr og starfar í New York. Hún stundaði nám við Rhode Island School of Design árið 1975 og útskrifaðist með masters gráðu í skúlptúrgerð frá Yale University árið 1978. Á ferli sínum hefur hún lagt áherslu á hugmyndalist, þá einna helst á sviði ljósmyndunar, skúlptúrgerðar, bókaútgáfu og teikningu. Síðan 1975 hefur Roni Horn ferðast víða um afskekktari hluta landsins – einveran hefur haft djúpstæð áhrif á líf hennar og störf. Bókmenntir og mikill lestur hefur einnig sett svip sinn á verk hennar í hinum ýmsu miðlum. Skúlptúrarnir eru oft paraðir saman eða tvöfaldaðir en það á sömuleiðis við um teikningar og ljósmyndir.

Verk hennar er að finna í virtum safneigum svo sem Museum of Modern Art í New York, Louisiana Museum of Modern Art í Humlebæk, Samsung Museum of Art í Seoul, Stedelijk Museum í Amsterdam, Foundation Jumex í Mexikó Borg, Los Angeles County Museum of Art í Kaliforníu og Solomon R. Guggenheim Museum í New York, ásamt fleirum. 

Meðal nýlegra einkasýninga hennar má nefna sýningar í Tate Modern í London, Whitney Museum of American Art í New York, Centre Pompidou í París, Kunsthaus Bregenz í Austurríki, Kunsthalle Hamburg, Kunsthalle Basel, Fundació Joan Miró í Barcelona, De Pont Foundation í Tilburg, Fondation Beyeler í Riehen, Glenstone Museum í Potomac, Pinakothek der Moderne í Munchen, The Drawing Institute at The Menil Collection í Houston, Pola Museum of Art í Hakone, Bourse de Commerce-Pinault Collection í París, Winsing Arts Foundation í Taipei, Centro Botín í Santander, He Art Museum í Guangdong, Museum Ludwig í Köln og Louisiana Museum of Modern Art í Humlebæk.  

Listamaður: Roni Horn

Dagsetning:

22.05.2025 – 12.07.2025

Staðsetning:

i8 Gallerí

Tryggvagata 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – lau: 12:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5