Skógur og sjór
María Sjöfn, Sabine A. Fischer

Á þessari sýningu mætast María Sjöfn og Sabine og flétta saman hugðarefnum sínum. Hér eru þær að fjalla um skóginn og sjóinn og hvernig við skynjum og upplifum þessi fyrirbæri út frá okkar eigin reynslu og þekkingu. Ofnýting skóga og sjávar af mannavöldum er vel þekkt. Með vísan til þessa er verið að kortleggja einskonar innra landslag skynjunar á hinu ytra landslagi. Marglaga myndmálið sem skapast í ferlinu getur mögulega velt upp nýjum sjónarhornum á þeim loftslagsbreytingum sem við erum að upplifa.
Listamenn: María Sjöfn, Sabine A. Fischer