Form og jafnvægi

Søren West

Fleurs du mal

Á sumarsýningu Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar er úrval högg­mynda eftir danska lista­mann­inn Søren West ásamt þeim skúlp­túr­um Sigur­jóns sem Søren valdi til að kall­ast á við stein­myndir sínar.

Søren West á að baki lang­an og yfir­grips­mik­inn lista­manns­feril. Hann vinn­ur mest­megn­is í granít og aðr­ar stein­teg­und­­ir og bætir oft við málm­um og öðr­um efn­um. Á ann­að hundr­að verka hans er nú að finna á opin­ber­um stöð­um, flest í Dan­mörku, en einn­ig á Ítalíu og í Þýska­landi.

Søren West hefur sýnt verk­um Sigur­jóns sér­stak­an áhuga og í grein sem hann ritar í sýningar­skrá seg­ist hann skynja næst­um bróður­leg tengsl við þennan starfs­bróð­ur sinn sem hann þó aldrei hitti og á þeim sé 55 ára aldurs­mun­ur. Í að­drag­anda sýn­ingar­inn­ar kynnti hann sér megn­ið af verk­um Sigur­jóns og valdi til sýn­ing­ar létt­ari og opn­ari verk hans sem hann taldi að myndu kallast á við stein­skúlp­túra sína.

Søren West fædd­ist í Kaup­manna­höfn 1963 og nam við Lista­aka­demíið á Fjóni á ár­un­um 1983−1988 og síð­an Studio Cors­anini í Car­rara á Ítal­íu. Frá 1995 hef­ur hann bú­ið og unn­ið í Ege­skov Mølle á Suður- Fjóni. Hann er fé­lagi í BKF (Billed­kunstn­ern­es For­bund), Dansk Billed­hugger­sam­fund og Fé­lagi Suður-Fjónskra lista­manna og hann var þátt­tak­andi í vinnu­stof­unni Gæste­atel­ier Holluf­gaard í Óðins­vé­um. Søren hefur hald­ið fyrir­lestra og náms­keið í dönsk­um fram­halds­skól­um og tví­vegis hef­ur hann verið forstöðu­maður högg­mynda­deildar Lista­skól­ans í Svend­borg. Hann hef­ur hald­ið fjöl­marg­ar sýning­ar stað­ið að ýms­um skúlp­túr­verk­efn­um heima­fyr­ir og er­lend­is, og tal­ið er að 118 skúlp­túra eft­ir hann sé að finna á opin­ber­um stöð­um, flest­ir þeirra eru í Dan­mörku, en einn­ig á Ítalíu og í Þýska­landi.

Søren West vinnur mest með granít og marm­ara og skeyt­ir oft bronsi, stáli eða tré við stein­inn. Í verk­um hans má finna fagur­fræði­leg­ar og kraft­mikl­ar vanga­velt­ur um jafn­vægi og and­stæð­ur efnis og áferðar.

Listamaður: Søren West

Dagsetning:

01.06.2025 – 14.09.2025

Staðsetning:

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Laugarnestangi 70, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

1. júní - 15. sept. Þri. - sun.: 13-17

16. sept. - 31. maí. Lau. - sun.: 13-17

Des. - jan. Lokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5