Loka hvelfist saman

Vala Sigþrúður Jónsdóttir, Silja Jónsdóttir

Associate Gallery loka 2024

Á sýningunni mætast athuganir systranna á spennu, hreyfingu og vörpun ýmissa efna, sér í lagi ullarþráðar og fræbelgja.

Sýningin er opin á laugardögum milli 14–17 og eftir samkomulagi. Síðasti sýningardagur er 14. júlí.

Silja Jónsdóttir (hún) vinnur innsetningar og skúlptúra en texti er ekki síður mikilvægur í ferli verkanna og ramma þeirra. Verkin spyrja spurninga án þess að leita svara. Þau eru hugleiðingar um hreyfingu, umbreytingu og snertingu. Hún leitar uppi ljóðrænuna sem leynist í daglegu tali og verkum, og reynir að varpa ljósi á hana með verkunum. Þau eru oft unnin í efni sem eru næm fyrir umhverfi sínu, og biðja þannig áhorfendur um að vera meðvitaðir um líkama sinn í rýminu á meðan þeir láta hugann reika um þær hugmyndir sem settar eru fram með verkunum, titli þeirra eða texta. Silja útskrifaðist úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2022.

Vala Sigþrúðar Jónsdóttir (hún) býr og fæst við myndlist í Reykjavík. Hún vinnur með innsetningar og skúlptúra sem velta fyrir sér efniskennd textíls og hreyfimynda og er upptekin af tengslum miðlanna við umhverfi, kerfi og líkama dýra, m.a. fólks. Eiginleikar og eðli ljóss, orku og spennu (milli) hluta koma við sögu í verkum hennar, og kanna þau möguleika efna sem tengjast ofgnótt á einn eða annann hátt. Í list sinni leitast hún við að skoða hvernig sögur af náttúrunni eru sagðar í máli, myndum og hlutum, og prófar að segja sínar eigin - með ýmsum afleiðingum. Vala útskrifaðist með BA gráðu frá Gerrit Rietveld árið 2018.

Listamenn: Vala Sigþrúður Jónsdóttir, Silja Jónsdóttir

Dagsetning:

15.06.2024 – 14.07.2024

Staðsetning:

Associate Gallery

Köllunarklettsvegur 4, 104 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu og eftir samkomulagi

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur