Vinkill

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

Vinkill

Vinkill er áttunda einkasýning Önnu Álfheiðar Brynjólfsdóttur og samanstendur af tólf verkum, þrívíðum málverkum og plexigler verkum. Þó efniviður sé ólíkur eiga verkin sama uppruna. 

Málverkin bera með sér yfirbragð textíls en á sama tíma færast þau nær skúlptúr með efnislegri áferð. Með fínlegri vinnu, þar sem form og efni mætast, er vísa í handverk fortíðar – arfleifð kvenna, þar sem hver þráður var lagður af kostgæfni og næmni. 

Anna Álfheiður (f. 1977) útskrifaðist með B.A. í myndlist (2009) og M.A. í listkennslu (2020) frá Listaháskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún unnið með óhlutbundin þrívíð form, þar sem strangflatalist mætir ljóðrænni skynjun. Hér kannar hún mörk listformsins samhliða upplifun áhorfandans.

Listamaður: Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

Dagsetning:

26.04.2025 – 23.05.2025

Staðsetning:

Listasalur Mosfellsbæjar

Kjarni, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur09:00 - 18:00
Þriðjudagur09:00 - 18:00
Miðvikudagur09:00 - 18:00
Fimmtudagur09:00 - 18:00
Föstudagur09:00 - 18:00
Laugardagur12:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5