Listahátíð 2024 er að hefjast

30.05.2024
Listahatid jonsi 2024

Listahátíð mun fara fram í 29 sinn, frá 1.-16 júní. Dagskráin er stútfull með 38 fjölbreyttum myndlistarsýningum, sviðsverkum og tónleikum á höfuðborgarsvæði og víðsvegar um landið.

Opnunarafhöfnin fer fram laugardaginn 1. júní á Listasafni Reykjavíkur. Þar mun stíga á stokk Íslenski dansflokkurinn, pólsk / úkraínska hljómsveitin DAGADANA, fluttur verður dansdúett eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Jónsi opnar fyrstu einkasýninguna sína í Evrópu.

Á dagskrá Listahátíðar í ár eru fjöldinn allur af spennandi myndlistarsýningum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Á Reykjavíkurtjörn opnar útisýningin Á milli mála: fiður, fingur, fálmarar, sem er samstarfsverkefni Agnesar Ársæls og Önnu Andreu Winther. Í forgrunni er lífríki Reykjavíkurtjarnar og mannlíf borgarinnar og til sýnis verða keramikskúlptúrar. Boðið verður upp á smiðju á opnunardaginn, laugardaginn 1. júní.

Daginn eftir, 2. júní opnar í Gerðarsafni, Kópavogi, mexíkóska listakonan Yuliana Palacios myndbandsinnsetninguna Hér á ég heima. Í verkinu er kafað í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonurnar Þórdís Erla Zöega og Shu Yi, í samstarfi við Ásmundarsal, bjóða gestum Listahátíðar upp á farandsýninguna Hringferð í Smástundarsal. Frá 2. júní mun sýningin ferðast í gámi um borgina og stoppa á fjórum stöðum.  Þar býðst gestum að stíga inn, kanna rýmið í kyrrð, velta vöngum og kveikja á öllum skynfærum.

Yuliana Palacios listahatid rvk
Listahatid tjornin 2024
Listahatid asmundarsalur 2024
Listahatid norraena husid 2024

Norræna húsið opnar sýninguna (Post) þann 7. júní. Þar sýna sex norrænir listamenn  fjölbreytt verk sem hverfast um mannöldina. Myndbandsinnsetningin Hringrás eftir Tuma Magnússon opnar í Listasafnið Íslands þann 8. júní, þar sem listamaðurinn skoðar náttúruna á óvæntan hátt í hljóð og mynd. Sama dag opnar sýning Þorgerðar Ólafsdóttir, Brot úr framtíð, í Þjóðminjasafninu þar sem menningar- og náttúruarfur er kannaður.

Út á Granda, í Marshallhúsinu, opna þrjár sýningar 13. júní. Kling & Bang býður upp á tvöfalda sýningu myndlistarfólks af sitt hvorri kynslóðinni en verk beggja eiga sér sterka tengingu við Ameríku. Um er að ræða sýningu Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur, Silfurgjá og sýningu Magnúsar Sigurðarsonar Óþægileg blæbrigði - Gleðisögur af Depurð og Dauða.Nýlistasafnið opnar samsýninguna Rás þar sem gerðar eru tilraunir með að sýna hljóð og rýnt í sjónrænt samhengi þess.

Listahatid nylistasafnid 2024
Listahatid Klingogbang 2024
Listahatid Klingogbang 2024
Listahatid thjodminjasafnid 2024
Listahatid Listasafn islands 2024

Á Ísafirði mun Listakonan Auður Lóa Guðnadóttir afhjúpa nýja skúlptúra á sýningunni Í lausu lofti sem opnar 8. júní í Gallerí Úthverfu. Frá og með 7. júní geta gestir fyrir austan kíkt á þriggja daga hátíð í KIOSK 108 á Seyðisfirði, undir stjórn skipstjórans Moniku Fryčová. Stutt frá opna samstarfssýningin Rask þann 6. júní í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Til sýnis verða verk eftir Agnieszka Sosnowska og Ingunni Snædal þar sem samspil ljósmynda og ljóða birtist sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu. 

Á Norðurlandi kennir ýmissa grasa og boðið verður upp á menningarveislu. Alþýðuhúsið á Siglufirði býður upp á hátíðina INTO frá 7.-9. júní. Hátíðin er samstarf milli Aðalheiðar Eysteinsdóttur og Will Owen en fram koma fjölmargir listamenn sem bjóða upp á listrænan galdur. Á Listasafninu á Akureyri er spurt Er þetta norður? á samsýningu átta listamanna sem opnar 6. júní. Á sýningunni er huglæg og hlutlæg landamæri norðursins fókuspunktur listaverka listamanna.

Listahatid althyduhusid 2024
Listahatid kisok 2024
Listahatid slaturhusid 2024
Listahatid listasafnid akureyri 2024
Listahatid uthverfa 2024

Á tveggja ára fresti miðar Listahátíð í Reykjavík að því að auka menningarvitund með það að leiðarljósi að sameina ólíka hópa og bjóða upp á framúrskarandi listaverk. Þema hátíðarinnar í ár er HÉRNA, í víðum skilningi, og er það gert með því að forgangsraða og heiðra ólíkar raddir sem er að finna í síbreytilegu menningarlandslagi. Hátíðin fagnar menningarlegri fjölbreytni og býður upp á samtal um menningararfleifð og tungumálið. Hún veltir upp aðkallandi samtíma spurningum um hvað það þýðir að vera nauðfluttur og flytjast búferlum endurspeglast í fjölbreyttum bakgrunni listamanna og sköpunarverka þeirra, HÉRNA og núna.

Alveg frá fyrstu hátíð, árið 1970, hefur Listahátíð í Reykjavík verið alþjóðleg, þverfagleg og leiðandi afl í íslensku menningarlífi. Hátíðin starfar þjónar öllum listgreinum og fram koma myndlistarmenn, tónlistarmenn, sviðslistamenn úr öllum áttum. Hátíðin leggur áherslu á að víkka listrænt svið samtímans og rækta samband við áhorfendur með því að skapa rými fyrir persónulega upplifun á eigin forsendum.

Á hátíðinni í ár er hægt að sjá sæskrímsli í Reykjavíkurhöfn, þar blandast saman ævintýri við listir til að kanna mörk lifandi sköpunar.

Heildardagskrá Listahátíðar er aðgengileg hér.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur