Um myndlistarsjóð

Myndlistarsjóður var stofnaður árið 2013. Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem ráðherra setur.  

Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun til myndlistarráðs.

Hafa samband: info@myndlistarsjodur.is

Myndlistarráð 2022-2025

Myndlistarráð samanstendur af fimm fulltrúum sem eru skipaðir í þrjú ár: Ásdís Mercedes Spanó, Anna Jóhannsdóttir, Hlynur Helgason, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Katrín Elvarsdóttir.

Merki sjóðsins

Við kynningu þeirra verkefna sem fá styrk úr myndlistarsjóði ber að taka fram nafn sjóðsins hvort sem er rafrænt eða á prenti.

MLS merki hvítt 16:9

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur